Hvernig breytist rýmið?

Þegar akstursleiðin er fjarlægð eykst rými gangandi til muna á götunni. Hægt er að bæta aðgengi inn í hús þar sem það á við.

Með því að fjarlægja bílaumferð þá skapast betra rými fyrir veitinga- og útisölu. Aðstaða til vörulosunar við götuna batnar til muna, vöruafgreiðsla gengur hratt og örugglega á skilgreindum tímum.

Með því að leggja bifreiðum í bílahúsum eða hliðargötum nær mannlífið að blómstra á göngugötum. Ásýnd götunnar verður hlýlegri með gróðusælum reitum, list í göturými og dvalarsvæðum fyrir gangandi vegfarendur. Árstíðabundnir viðburðir setja svo svip sinn á mannlífið.