Tillaga að fyrsta áfanga að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu, var samþykkt í auglýsingu í skipulags- og samgönguráði þann 25. september. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags- og forhönnunarferli er Laugavegur milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 og að það taki gildi fyrir 1. maí. Ákveðið hefur verið að framlengja núverandi göngugötutímabil yfir deiliskipulagsferlið eða til 1.maí 2020.

Til hamingju Reykvíkingar! Þetta markar tímamót í sögu göngugatna í Reykjavík.

Eftirfarandi götur verða göngugötur frá 1. október til 1. maí 2020:

Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti.

Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi.

Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti.