Kannanir
Frá upphafi göngugatna á Laugavegi hafa verið gerðar kannanir meðal almennings og rekstraraðila.
Árið 2019 endurtók Maskína könnun meðal borgarbúa
Að þessu sinni var könnunin með breyttu sniði. Áherslan var á spurningar um varanlega göngugötu en á fyrri árum var áhersla á spurningar um göngugötu eingöngu yfir sumartímann.
Þá voru 64,5% íbúa jákvæðir gagnvart varanlegum göngugötum, jákvæðastir voru þeir sem koma að jafnaði vikulega eða oftar á göngugötu svæði eða um 79%.
Nánar um könnun Maskínu í skjalinu hér fyrir neðan:
Árið 2018 endurtók Maskína sömu könnun meðal borgarbúa
Þá voru 71% íbúa jákvæðir gagnvart göngugötum, ánægðastir eru þeir sem heimsækja götuna vikulega eða oftar eða um 84%.
Árið 2017 framkvæmdi Maskína könnun á meðal borgarbúa
Maskína sá um könnun á afstöðu borgarbúa til göngugatna árið 2017 en 74,5% lýstu yfir ánægju sinni með göngugötur yfir sumartímann en þeir sem heimsækja götuna vikulega eða oftar eru ánægðastir og 85% lýstu yfir ánægju.
Árið 2016 var framkvæmd rannsókn meðal rekstraraðila af Gallup
Þar kom í ljós að 62% rekstraraðila voru jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann.
Árið 2015 framkvæmdi Gallup könnun meðal borgarbúa 18.nóvember-7.desember
Spurt var hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart göngugötum yfir sumartímann en 74% taldist jákvæður gagnvart göngugötum en árið 2014 mældist 75 % ánægja.