Kannanir
Frá upphafi tilrauna um göngugötu á Laugavegi hafa verið gerðar kannanir meðal almennings og rekstraraðila en flestar þessara kannana hafa sýnt ánægju með göngugötur meðal borgarbúa.
Hér eru niðurstöður kannana settar fram milli ára:
Árið 2015 framkvæmdi Gallup könnun meðal borgarbúa 18.nóvember-7.desember
Spurt var hvort fólk væri jákvætt eða neikvætt gagnvart göngugötum yfir sumartímann en 74% taldist jákvæður gagnvart göngugötum en árið 2014 mældist 75 % ánægja.
Árið 2016 var framkvæmd rannsókn meðal rekstraraðila af Gallup en þar kom í ljós að 62% rekstraraðila voru jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni yfir sumartímann.
Maskína sá um könnun á afstöðu borgarbúa til göngugatna árið 2017 en 74,5% lýstu yfir ánægju sinni með göngugötur yfir sumartímann en þeir sem heimsækja götuna vikulega eða oftar eru ánægðastir og 85% lýstu yfir ánægju.
Árið 2018 endurtók Maskína rannsóknina en þá voru 71% íbúa jákvæðir gagnvart göngugötum en 84% þeirra sem heimsóttu götuna vikulega eða oftar voru ánægðir með fyrirkomulagið.