Sumargötur í miðborginni voru formlega opnaðar í hádeginu í dag, 5. júní. Opnunin var á gatnamótum Frakkstígs og Laugavegar en gatan verður opin gangandi vegfarendur þaðan og niður að Lækjargötu.

Öll umferð bíla er bönnuð en þó verða göturnar opnar fyrir vöruafgreiðslu á milli kl. 07.00 til 11.00 alla virka daga og frá kl. 08.00 til 11.00 á laugardögum.

Sumargöngugötur eru:

  • Laugavegur frá Frakkastíg að Klapparstíg (Göngugata)
  • Bankastræti frá Ingólfsstræti að Lækjargötu (Sumargata, takmörkuð umferð)

Sumargötur sem verða varanlegar göngugötur sumar, haust, vetur og vor:

  • Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti
  • Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi.

Ýmis önnur sumarleg verkefni líta dagsins ljós á næstu dögum og vikum því tilgangurinn er að glæða miðborgina enn meira lífi en áður. Með Sumargötum vill Borgin styðja við rekstur og þjónustu með því að hvetja borgarbúa og landsmenn alla til að njóta alls þess sem miðborgin hefur að bjóða í sumar.