Búið er að setja upp skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er orðinn að varanlegum göngugötum.

Skiltin eru á nokkrum stöðum en eftirfarandi götur eru nú varanlegar göngugötur eftir að deiliskipulag var staðfest: Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu.

Göturnar eru opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu virka daga frá kl. 7.00 til 11.00 og laugardaga frá kl. 8.00 til 11.00.