Mar­grét Lilja Aðal­steins­dótt­ir og Guðrún Ósk Marías­dótt­ir, aðgengisfulltrúar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), munu gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra á ýmsu stöðum í borginni á næstu mánuðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á aðgengismálum í samfélaginu og munu þær svo vinna nákvæma skýrslu um það sem betur mætti fara og hvað er til fyrirmyndar.

Þær munu heimsækja op­in­ber­ar bygg­ing­ar, stærri versl­an­ir og fleiri staði sem þurfa að vera aðgengi­leg­ir fyr­ir fatlaða, og kynna sér hvernig þess­um mál­um er háttað og í fram­hald­inu senda ábend­ing­ar til þeirra sem ráða þess­um mál­um á hverj­um stað fyr­ir sig. Skýrsla þeirra verður svo tekin með inn í hönnunarferli göngugatna í Reykjavík.

Í gær fóru þær á Laugaveginn og tóku út helstu hindranir sem hefur verið aðgengi inn í verslanarými á jarðhæðum. Tröppur og aðrar misfellur geta verið mikill farartálmi en með göngugötum verður hægt að leysa slíkt með því að slétta yfirborð og hækka götuna.

Þegar  akstursleiðin er fjarlægð á Laugaveginum eykst rými gangandi til muna og verður þá hægt að bæta aðgengi inn í hús með römpum.

Fyrir:

Eftir:

 

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu verkefnisins.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um göngugötur í Reykjavík