Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir, aðgengisfulltrúar hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), munu gera úttekt á aðgengismálum fatlaðra á ýmsu stöðum í borginni á næstu mánuðum. Tilgangurinn er að vekja athygli á aðgengismálum í samfélaginu og munu þær svo vinna nákvæma skýrslu um það sem betur mætti fara og hvað er til fyrirmyndar.
Þær munu heimsækja opinberar byggingar, stærri verslanir og fleiri staði sem þurfa að vera aðgengilegir fyrir fatlaða, og kynna sér hvernig þessum málum er háttað og í framhaldinu senda ábendingar til þeirra sem ráða þessum málum á hverjum stað fyrir sig. Skýrsla þeirra verður svo tekin með inn í hönnunarferli göngugatna í Reykjavík.
Í gær fóru þær á Laugaveginn og tóku út helstu hindranir sem hefur verið aðgengi inn í verslanarými á jarðhæðum. Tröppur og aðrar misfellur geta verið mikill farartálmi en með göngugötum verður hægt að leysa slíkt með því að slétta yfirborð og hækka götuna.
Þegar akstursleiðin er fjarlægð á Laugaveginum eykst rými gangandi til muna og verður þá hægt að bæta aðgengi inn í hús með römpum.
Fyrir:
Eftir:
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu verkefnisins.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um göngugötur í Reykjavík