Nú er komið að því að endurmála göngugötuna. Hluti götunnar þarf að vera lokaður tímabundið á meðan á málningarvinnu stendur. Verkefnið verður unnið í tveimur áföngum:

  • Fyrsti áfangi
    • Frá Frakkastíg að Klapparstíg: Áætlað að mála 8. – 10. júní.
  • Annar áfangi
    • Frá Klapparstíg að Skólavörðustíg: Áætlað að mála 11. – 12. júní.

Taka þarf þó tillit til veðurs eða annars sem gæti haft áhrif og því gætu dagsetningarnar breyst.

Vegfarendur eru velkomnir á svæði götunnar sem liggur utan málningarsvæðisins og vonum við að þessi lokun hindri daglegt líf ykkar sem minnst. Einungis verður um 4 metra breitt svæði fyrir miðju götunnar málað.

Við biðlum til rekstraraðila að láta birgja sína vita af þessum breyttu aðstæðum sem munu hafa áhrif á vöruafhendingu í götunni.

Fyrirvarinn er stuttur en erfitt er að skipuleggja langt fram í tímann aðgerðir sem einungis er hægt að framkvæma í góðu veðri. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar viljum við biðjast afsökunar á því ónæði sem þetta kann að valda.